Merki Hugverkastofunnar birt í Hugverkatíðindum

16. nóvember 2022Hugverkatíðindi
Í nýjasta tölublaði Hugverkatíðinda er birt orð- og myndmerki Hugverkastofunnar en skráningarhæfi merkisins var metið af Neytendastofu. Sótt var um skráningu merkisins í flokkum 9, 16, 35, 38, 41, 42 og 45.
Meðal annarra merkja sem eru birt í nóvembertölublaði Hugverkatíðinda má nefna orðmerkin: YETI, Gallerí Sautján, WENDY's og ICELANDVERSE . Þá eru birt einkaleyfi á aðferð til að meta liðamótameðferðarúrræði, aðferð til að greina slagæðagúlp eða krabbamein og aðferð til að framleiða raforkuflutningsstreng.
Hugverkatíðindi eru birt mánaðarlega á vef Hugverkastofunnar.
